Heiða Jóhannsdóttir tók á móti Neyðarkalli björgunarsveitanna fyrir hönd Set af þeim Sveini Ægi Birgissyni og Jóhanni Valgeiri Helgasyni. Set hefur stutt starf björgunarsveitanna um árabil.
Hjá Set starfa einnig meðlimir sveitanna og kunnátta þeirra hefur nýst Set við úrlausn flókinna og krefjandi verkefna á fjarlægum stöðum, m.a. á Grænlandi í sumar þar sem unnið var við mjög krefjandi aðstæður. Set ehf. þakkar björgunarfélagi Árborgar gott samstarf á liðnum árum.
Neyðarkall björgunarsveitanna er mættur í hús
01
nóv