Heimsókn frá Kína
[vc_row][vc_column][vc_column_text]Í liðinni viku kom hópur Kínverja til landsins til viðræðna við stjórnendur Set um samvinnu á sviði fjarvarmalagna.
Þetta er önnur heimsókn þeirra á árinu. Það sem aðallega vekur áhuga þeirra er að Set hefur yfir að ráða tækni í framleiðslu á einangruðum plaströrum í löngum einingum.
Gestirnir heimsóttu verkfræðistofur í Reykjavík og skoðuðu Hellisheiðarvirkjun.
Á Selfossi fór fram kynning á framleiðslutækni og vörum Set og málefni tengd lagnaefni og fjarvarmavæðingu Kínverja voru rædd.
Selfyssingurinn Dr. Páll Valdimarsson tók þátt í kynningunni en hann er reyndur fræðimaður á sviði jarðvarma tækninnar og hefur m.a. komið að kennslu og verkefnum í Kína.
Dagskránni var formlega lokað með innliti á Herminja, flug og bílasafnið á Selfossflugvelli.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][grve_gallery ids=”4630,4633,4636,4639,4642,4645,4648,4651″][/vc_column][/vc_row]