Óflokkað, Fréttir

Heimsókn frá jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna

[vc_row][vc_column][vc_column_text]Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna er rekinn á Íslandi af Orkustofnun samkvæmt sérstökum samningi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk skólans er að veita ungum sérfræðingum frá þróunarlöndum, sérhæfða þjálfun í rannsóknum og nýtingu jarðhita. Skólinn er afar mikilvægur þáttur í þróunaraðstoð Íslendinga. Á rúmlega 30 ára starfsferli sínum hefur skólinn útskrifað meira en fimmhundruð nema. Kennarar koma frá ÍSOR, Háskóla Íslands, orkufyrirtækjum og verkfræðistofum, auk Orkustofnunnar. Þeir Lúðvík S. Georgsson forstöðumaður skólans og Páll Valdimarsson, stunda kennari við skólann litu nýlega við í Set með hópinn sem nú er að útskrifast. Hann samanstendur eins og ávallt af nemum víðs vegar að úr heiminum.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]