Nemendur og kennarar á iðn- og starfsnámsbrautum í Fjölbrautaskóla Suðurlands sóttu Set heim föstudaginn 24. janúar sl. Heimsóknin var hluti af fræðslu nemenda um öryggismál, vinnuvernd og vinnuumhverfi. Fulltrúar Set kynntu starfsemina og sögu fyrirtækjanna við Eyraveg í fimm áratugi. Elías Örn Einarsson hefur verið í forystu stjórnenda Set í öryggismálum en hann fór yfir helstu áherslur og viðfangsefni fyrirtækisins á því sviði og skýrði þær breytingar og framfarir sem orðið hafa undanfarin ár. Sannarlega góð heimsókn sem sýnir enn og aftur mikilvægi góðs samstarfs fyrirtækja á svæðinu og skólasamfélagsins við að efla áhuga ungs fólks á iðngreinunum. Takk fyrir komuna FSu.
Heimsókn frá iðn- og starfsnámsbrautum Fjölbrautaskóla Suðurlands
27
jan