Heimsóknir

Heimsókn frá Alaska

Þann 25. október sl. kom hópur í heimsókn í Set frá Alaska. Erlingur Guðleifsson Researcher frá University of Alaska Fairbanks var þar á ferð með hóp af fólki frá háskólanum ásamt áhrifafólki úr samfélögum Alaska.

Tilgangur ferðarinnar er að kynna sér sjálfbæra orkunýtingu og hvernig við íslendingar högum okkar málum í þeim geira.  Í Alaska eru aðstæður sérstakar, landið er mjög dreifbýlt og lítið er um almenna dreifingu á raforku.  Hvert samfélag er ábyrgt fyrir sinni orkuöflun sem er yfirleitt með því að brenna olíu.  Það var því mjög áhugavert fyrir þau að kynnast aðstæðum á Íslandi.  Hitaveitur eru nánast ekki þekktar í Alaska hvorki með jarðhita eða fjarvarmaveitum.  Einn og einn notandi er með viðar brennslu og katla til upphitunar á vatni í lokuð fjarvarmakerfi og nota meðal annars rör í dreifilagnir sem Set framleiðir fyrir Rehau í Bandaríkjunum.
Valdimar Hjaltason, Hafsteinn Helgason og Örn Einarsson fluttu erindi í heimsókninni og fræddu gesti um orku, lagnaefni og mikilvægi fjarvarmans á okkar tímum.