Heimsóknir

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í heimsókn í Set  

Þriðjudagurinn 29. ágúst síðastliðinn var ánægjulegur hjá okkur í Set, þegar iðnaðarráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom í heimsókn ásamt föruneyti til að kynna sér starfsemi fyrirtækisins.  Bergsteinn Einarsson framkvæmdastjóri tók á móti iðnaðarráðherra og kynnti fyrir henni fyrirtækið, sögu þess,  áherslu á nýsköpun, umhverfisvernd, og framleiðslu og innflutning á hágæða vörum sem uppfylla þarfir og kröfur okkar viðskiptavina.  

Síðar fór hún með Brynjari Bergsteinssyni, framleiðslustjóra, Róbert Karel Guðnasyni tækni þróunarstjóra og Elíasi Erni Einarssyni, þjónustustjóra í skoðunarferð í gegnum fyrirtækið og í alla vinnslusali þess. Við erum mjög ánægð að fá heimsókn frá iðnaðarráðherra, enda ekki á hverjum degi sem ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands koma í heimsókn.