Set hefur eins og frá upphafi viðurkenningar Creditinfo fyrir framúrskarandi fyrirtæki, hlotið viðurkenninguna í ár.
Til grundvallar liggja tölur úr rekstri fyrirtækisins árið 2020 en það ár verður að teljast það besta hingað til hvað veltu og afkomu varðar. Mitt í því ástandi sem Covid vandinn olli, erfiðleikum við öflun aðfanga, verðhækkunum, truflunum á flutningum og takmörkunum á umgengni fólks milli deilda innan fyrirtækisins, við fólk í öðrum fyrirtækjum og á milli landa. Að halda þessari stöðu og gera enn betur er sannarlega afrek sem starfsfólk og stjórnendur Set geta verið stolt af. Set mun áfram verða gildandi á fjölmörgum sviðum í umhverfis og orkumálum, í byggingariðnaði, matvælaframleiðslu og endurvinnslu.
Nánari upplýsingar um hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi má finna á síðu Creditinfo.