[vc_row][vc_column][vc_column_text]
Sjöunda árið í röð hlotnast Set ehf. viðurkenning Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki. Það er sannarlega ánægjulegt fyrir stjórnendur og starfsfólk fyrirtækisins að viðhalda þeirri stöðu. Tertan sem Íslandsbanki færði starfsfólki Set í tilefni dagsins er einnig viss viðurkenning fyrir góðan árangur.
Meginmarkmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Það er því eftirsóknarvert að komast á lista Framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts.
Nánari upplýsingar um hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi má finna á síðu Creditinfo.
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]