Uncategorized

Fræðsluferð til AVK

Set ehf. skipulagði hópferð með viðskiptavinum félagsins til Danmerkur dagana 18. til 21. september 2023, þar sem AVK valves bauð þátttakendum að kynna sér starfsemi og vörur fyrirtækisins.

AVK og Set hafa haft með sér samstarf í aldarfjórðung en fyrirtækið framleiðir loka af ýmsum gerðum og ýmsar aðrar vörur fyrir vatns og fráveitur.

Skipulag ferðarinnar og fræðsla tókst mjög vel að mati þáttakenda sem urðu margs vísari um notkun og tæknilega eiginleika á AVK lokum og fylgivörum. AVK rekur 100 verksmiðjur og starfsstöðvar á heimsvísu en aðalsstöðvar félagsins eru í Skovby og Galten á Jótlandi. Hjá félaginu starfa 4.800 manns á heimsvísu og velta samstæðunnar var 1.020 milljarðar Evra árið 2022.

Fararstjórar Set í ferðinni á sölu og þjónustusviði þakka þátttakendum fyrir ánægjulega samveru.