Fréttir, Óflokkað

Fagþing Samorku í Hveragerði

[vc_row][vc_column][vc_column_text]Samorka, samtök veitufyrirtækja, gengust fyrir fagráðstefnu og sýningu fyrir hita-, vatns- og fráveitusvið á Hótel Örk í Hveragerði dagana 23.- 25. maí sl. Ráðstefnan var afar yfirgripsmikil og fjölmörg góð erindi voru flutt þar um hin ýmsu málefni veitustarfseminnar. Set var með sýningarbás á meðan á ráðstefnunni stóð og tók þátt í viðburðum sem boðið var upp á. Meðal þess var þáttaka í kynningu á samsuðu plaströra. Valdimar Hjaltason kynnti vörur fyrirtækisins ásamt Andreas Heindl frá Rehau AG í Þýskalandi sem sýndi fram á yfirburði PE-Xa plaströra í hitaveitur. Hann gerði það m.a. með rannsóknarstofu-tækjum, svokölluðu MiniLab, og tók samanburð ólíkra plastefna með aflögunar, tog, og brotþolsprófunum undir mismunandi aðstæðum. Set kynnti m.a. ný Elipex Premium sveigjanleg plaströr með innra flutningsröri frá Rehau. Fagþingið í Hveragerði var frábært og vel heppnað framtak hjá Samorku og það var virkilega ánægjulegt að vera hluti af henni.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][grve_gallery ids=”5081,5080,5077,5079″][/vc_column][/vc_row]