Sýningar

Dansk Fjernvarme

Set Pipes AS kynnti vörur sínar fyrir samtökum danskra fjarvarmaveitna á ársþingi félagsins og fagsýningu í Álaborg dagana 26. og 27. október sl. Þetta er í fjórtánda sinn sem Set kynnir vörur sínar á þessum vettvangi en undanfarin tvö ár hefur nýrri söluskrifstofu Set tekist að auka sölu félagsins verulega. Skrifstofa Set Pipes AS er í Frederikshavn og þar starfa tveir starfsmenn auk sölumanns í Fredericia. Það var ánægjulegt að upplifa þann mikla áhuga sem er á vörum Set meðal dansks fjarvarmafólks. Á ráðstefnunni komu fram metnaðarfull markmið um orkuskiptin og framtíðarsýn á hlut fjarvarmans í því verkefni. Við hjá Set Pipes erum stolt af þáttöku í þeirri vegeferð.