Tilkynningar

Áramótalokun Set

Við óskum starfsfólki, viðskiptavinum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Áramótalokun Set verður frá og með 22. desember 2021 til 4. janúar 2022. Við bendum viðskiptavinum á að gera pantanir tímanlega.

Öllum fyrirspurnum er beint á sala@set.is og verður þeim svarað þegar sölumenn okkar koma aftur til starfa.

 

Set hefur fest kaup á fyrirtækinu Dælur og þjónusta

Set hefur fest kaup á fyrirtækinu Dælur og þjónusta sem nú síðast var í eigu Ísfells. Dælur og þjónusta er gamalgróið fyrirtæki sem þjónað hefur innlendum markaði í fjölmörgum atvinnugreinum. Hjalti Þorsteinsson starfaði lengi hjá Dælum og þjónustu en hefur nú verið ráðinn sölu og rekstrarstjóri í vöruhúsi Set í Reykjavík. Set mun bjóða upp á búnað og lausnir frá viðurkenndum aðilum á sviði dælutækninnar samhliða ýmsum öðrum hliðarvörum með framleiðslu fyrirtækisins og sérsmíði. Tæknideild Set hefur í vaxandi mæli komið að hönnun og þróun á ýmsum lausnum fyrir veitustofnanir og fyrirtæki um leið og plastsmíða og véltæknideildir fyrirtækisins hafa byggt upp véltækni og mikla reynslu í smíði á flóknum búnaði.

Set opnar vöruhús í Reykjavík

Set ehf. opnaði vöruhús að Klettagörðum 21. þann 1. apríl s.l. Meginhluti af sölustarfsemi fyrirtækisins verður staðsettur þar. Vöruhúsinu er ætlað að bæta afhendingaröryggi og þjónustu við viðskiptavini, jafnt á suðvesturhorninu sem og á landsbyggðinni. Set framleiðir og selur lagnavörur á fjórum meginsviðum fyrir veitu-, framkvæmda- og byggingamarkaðinn þ.e. hitaveituefni, vatnsveituefni, fráveituefni og efni fyrir raf- og fjarskiptakerfi.

EnglishGermanDanish