Jæja það er komið að því.

EM fótboltaleikurinn er að fara í gang og við verðum með svipað fyrirkomulag og í handboltaleiknum.

Til þess að fá aðgang að skjalinu og taka þátt þarf að koma með eina flösku af léttvíni eða 1 kippu af bjór.

Fyrsti leikur er 14. júní og þarf að vera búið að tippa á úrslit leikja alltaf daginn áður en leikurinn fer fram. Ekki er gefinn afsláttur af þessari reglu

Leikreglur

  • Skila þarf inn flösku/kippu í sjóðinn til þess að fá aðgang að skjalinu
  • Skrá þarf gisk daginn áður en leikur fer fram. T.d. leikur sem fer fram þann 14.júní þarf að vera búið að setja inn fyrir miðnætti þann 13. júní
  • Ef þátttakandi reynir að svindla eða fikta í skjalinu getur hann verið dæmdur úr leik
  • Jakob og Þórarinn Máni eru alráðandi í þessum leik
  • Eingöngu er leyfilegt að breyta skjalinu innskráður sem @set.is notandi ( Teams aðgangurinn þinn )

Stigagjöf

  • Réttur evrópumeistari valinn í upphafi móts – 10 stig
  • Rétt markatala beggja liða – 6 stig
  • Rétt úrslit og rétt markatala annars liðs – 4 stig
  • Rétt úrslit – 3 stig
  • Allt vitlaust hjá þér – 0 stig

Verðlaun

  • 1 sæti gefur 55 % af potti
  • 2 sæti gefur 20% af potti
  • 3 sæti gefur 10% af potti
  • Stigahæsti aðilinn sem er með rétt gisk í upphafði móts fyrir evrópumeistara fær 15% af potti

Hér getur þú nálgast skjalið þegar þú hefur fengið lykilorðið hjá Tóta eða Jakobi