Fréttir

Set á fjarvarmasýningu í Svíþjóð

[vc_row][vc_column width=”1/2″][vc_column_text animation_delay=”200″]

Set tekur þátt í norrænu fjarvarmasýningunni Fjärrvärme Mässan 2016 í Jönköping í Svíþjóð dagana 27. til 29. september nk. Fyrirtækið sýnir þar undir merki Set Pipes GmbH í Þýskalandi og kynnir einangrað lagnaefni fyrir fjarvarmaveitur. Þetta er í annað skipti sem Set sýnir á ráðstefnu sænska fjarvarmasambandsins en fyrsta erlenda sýningin sem Set tók þátt í var sama sýning í Malmö árið 1995.

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/2″][grve_single_image image_type=”image” align=”left” animation_delay=”200″ image=”2775″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/1″][vc_column_text animation_delay=”200″]Þrjár sænskar ráðstefnur og sýningar hafa nú verið sameinaðar í eina undir kjörorði sjálfbærs samfélags. Í fyrsta lagi sænska fjarvarmaráðstefnan, önnur fjallar um vatns- og afrennslismál og loks sú þriðja um úrgang og endurvinnslu. Fjallað verður um heildræna nálgun við þessi viðfangsefni í sjálfbæru samfélagi.

Dagskráin varðar því tækni á víðu sviði orku- og umhverfismála á nýrri öld en Set er með breiðasta vöruúrval allra sýnenda á Norðurlöndunum og spannar framleiðsla fyrirtækisins á Íslandi öll þessi svið.

Gert er ráð fyrir yfir 10.000 gestum á viðburðinn aðallega frá Svíþjóð en einnig frá nágrannalöndunum. Sænska kynningarfyrirtækið Elmia sér um skipulagninguna.

Myndin hér að ofan er frá sýningarbás Set á En+EFF sýningunni sem var haldin á vegum þýska Fjarvermasambandsins AGFW í Frankfurt í Þýskaland, dagana 19. – 21. apríl sl.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]