• Set ehf.

    Röraverksmiðja

  • Set ehf.

    Röraverksmiðja

Um fyrirtækið

Set var stofnað árið 1978 þegar fyrirtækið sem áður var Steypuiðjan hóf framleiðslu á einangruðum stálpípum Í framhaldi af þessu hafa bæst við ýmsar fleiri gerðir plaströra og rörakerfa, en öll framleiðsla fer fram í verksmiðjum Set á Selfossi og í Þýskalandi.

Vöruflokkar

Aðalvöruflokkar Set eru hitaveituefni, vatnsveituefni, fráveituefni og hlífðarrör en undir þá flokka falla flest allar vörur sem fyrirtækið framleiðir og flytur inn. Söludeild okkar veitir frekari upplýsingar um vörur og meðhöndlun í síma 480 2700 eða með tölvupósti á set@set.is

Þjónustudeild

Þjónustudeild Set hefur vaxið mikið á undanförnum árum en deildin tekur að sér hin ýmsu verkefni í samsuðu og tengingum á lögnum. Starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu af lagnamarkaðnum og vörum frá Set veitir faglega og trausta þjónustu.samverk_heimsokn001
Starfsfólk Samverks í heimsókn

Um helgina kom stór hópur starfsfólks Samverks á Hellu í heimsókn í röraverksmiðju Set á Selfossi. Bergsteinn Einarsson, forstjóri Set, tók á móti hópnum og fylgdi honum í gegnum framkvæmdasvæði fyrirtækisins ásamt því að kynna starfsemi fyrirtækisins. Að lokum var hópnum boðnar veitingar í matsal Set þar sem Bergsteinn hélt kynningunni áfram. Eftir heimsóknina í Set…

umfs_undirritun_2017
Set styður við knattspyrnu á Selfossi

Styrktarsamningur var undirritaður í dag á milli Set og Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss. Set hefur verið einn aðal styrktaraðili Knattspyrnudeildarinnar síðustu áratugi og verður það áfram næstu tvö árin eftir undirritun þessa samnings. Set hefur verið með auglýsingar á stuttbuxum meistaraflokka Selfoss undanfarin ár, eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Þá hefur knattspyrnudeildin…

jolafrett
Hátíðarkveðja frá starfsfólki Set

Starfsfólk Set óskar viðskiptavinum sínum, velunnurum, samstarfsaðilum og í raun öllum öðrum gleðilegrar og friðsællar hátíðar, sama hvernig þeir kjósa að fagna og njóta hennar. Jafnframt sendum við okkar bestu óskir um farsæld á komandi ári með kærum þökkum fyrir þau ár sem liðin eru. Röraverksmiðja Set á Selfossi verður lokuð á Þorláksmessu og opnar aftur þriðjudaginn…


Verkefni
Set ehf.
  • Eyravegur 41, 800 Selfoss
  • 480 2700
  • 482 2099
  • set@set.is